Skrifum söguna saman
Íslenska kvennalandsliðið fór á lokamót EM í Sviss í sumar, en þetta var fimmta Evrópumót Íslands í röð. Landsbankinn virkjaði grasrótina til að sýna stuðning sinn í verki með því að safna áritunum frá íslensku þjóðinni.


hugmyndavinna
grafísk hönnun
framleiðsla
textasmíði
almannatengsl
birtingar
hreyfigrafík
Eiginhandaráritanir eru íkonískur hluti af knattspyrnumenningunni. Þar kristallast náið samband aðdáenda og leikmanna sem deila bæði sigrum og sorgum. Við vildum fanga gleðina og stemninguna þegar ungir aðdáendur fá áritanir frá hetjunum sínum – og snúa henni við með því að leyfa íslensku þjóðinni að gefa landsliðinu sína eiginhandaráritun. Þessi táknræni stuðningur í formi áritana fylgdi svo stelpunum okkar áfram á lokamót EM í Sviss.
Í sjónvarpsauglýsingu herferðarinnar fylgjumst við með ungri stúlku sem stekkur af stað í leit að penna eftir að hafa heyrt áhugaverða tilkynningu í útvarpinu. Fólk um allt land gerir slíkt hið sama. Unga aðalsöguhetjan kemst á áfangastað og brýtur sér leið í gegnum mikinn fjölda að borði þar sem landsliðskonurnar Sandra María, Karólína Lea og Natasha sitja. Í stað þess að fá eiginhandaráritun frá þeim, þá gefur hún þeim sína áritun til stuðnings.
Framleiðsla og kvikmyndataka var á vegum framleiðslufyrirtækisins Norður og Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstýrði.



Í tenglsum við herferðina safnaði Landsbankinn eiginhandaráritunum frá almenningi. Á vef Landsbankans var sérstakt viðmót þar sem hægt var að gefa eiginhandaráritun rafrænt. Þær áritanir sem söfnuðust fengu svo að njóta sín í vefauglýsingum, á samfélagsmiðlum og umhverfisskiltum um land allt.


Stórum seglum var einnig komið fyrir á fjölmennum íþróttaviðburðum. Eitt segl fór á úrslitakvöld Skólahreystis, annað á leik Íslands og Frakklands í Þjóðardeildinni og þriðja á TM mótið í Vestmannaeyjum. Gestir á viðburðunum árituðu seglin sem fylgdu síðan landsliðinu á lokamót EM í Sviss.




Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins eru í senn fyrirmyndir ungra iðkenda og fulltrúar Íslands
